Fréttir

Opið í Þingborg um páskana: Easter opening:

On apríl 18, 2014, in Uncategorized, by thingborg
0

Skírdagur: opið 11.00-16.00

Föstudagurinn langi: lokað

Laugardagur: opið 11.00-16.00

Páskadagur: lokað

Annar í páskum: opið 11.00-16.00

Thursday: open 11.00-16.00-

Friday: closed

Saturday: open 11.00-16.00

Easter sunday: closed

Monday: open 11.00-16.00

 

Höfuðfat 2014

On mars 4, 2014, in Uncategorized, by thingborg
0

Ullarvinnslan í Þingborg efnir til samkeppni um Höfuðfat ársins 2014.

Efnisval og aðferð er frjáls. Höfuðfatið má vera unnið á hefðbundinn hátt, prjónað, heklað eða þæft eða á hvern þann annan hátt sem höfundur kýs, eina skilyrðið er að verkið falli undir skilgreininguna höfuðfat, en sé ekki hárband eða skraut og sé ætlað fullorðnum.

Þingborg vill með þessu bæði kanna og vekja athygli á hinni merkilegu flóru höfuðfata og sem blómstrar ekki síður í köldum löndum en heitum.Höfuðföt endurspegla þjóðarsálina á hverjum tíma, oft eru þau tákn um þjóðfélagsstöðu og í mörgum tilfellum tengd trúarbrögðum viðkomandi hóps eða atvinnugrein.

Á tímum iðnbyltingarinnar varð til hið furðulega höfuðfat, pípuhattarinr, tákn atvinnurekenda og líktu þeir eftir háum skorsteinum verksmiðjanna sem náðu jafnvel upp fyrir kirkjuturnana sem áttu samkvæmt hefð að vera hæstu byggingar viðkomandi staða. Íslendingar hafa í gegnum aldirnar ekki verið neinir eftirbátar annarra þjóða  við að tjá stöðu sína, skoðanir og starfsvettvang með höfuðfötum, hvorki konur né karlar. Konur hafa ýmist notað háa, hvíta falda eða peysufatahúfur sem skiptu um lit og lögun gegnum tíiina, en héldu þó sínum silfurhólk og skúf. Sjómenn notuðu formfagra sjóhatta en látlaus derhúfan varð tákn bænda fremur en hinn borgaralegi hattur. Að skreyta höfuðfatið loðskinnum hefur oft verið tákn um ríkidæmi.

Þrenn vegleg verðlaun úr héraði verða veitt, m.a. gisting í Gaulverjaskóla, á Gistiheimilinu Lambastöðum og í Hótel Vatnsholti, auk þess veglegar körfur með lopa og bandi frá Þingborg.  Vandað verður til dómnefndar og tillit tekið til atriða eins og hönnunar, handbragðs, hugmyndaauðgi og menningarlegrar nálgunar.

Höfuðfötin skal senda til: Ullarvinnslan í Þingborg, Gamla Þingborg, Flóahreppi, 801- fyrir 20. maí. Þeim skal skilað undir dulnefni, en umslag fylgi merkt sama dulnefni þar sem nafn, heimilisfang, sími og tölvupóstur höfundar er skráð.

Verlaunaafhending fer fram á sveitahátíðinni Fjör í Flóa laugardaginn 31. maí 2014.

Þingborg óskar eftir að halda úrvali af innsendum verkum og hafa til sýnis í sumar og fram í byrjun október. Öll verk verð send aftur til höfunda þeim að kostnaðarlausu. Frekari upplýsingar er hægt að fá í símum:846 9287, 895 0517 og 482 1027 og gegnum tölvupóstfangið hofudfat2014@hotmail.com. Einnig minnum við á facebook síðu Þingborgar, facebook.com/thingborgull.

 

Axir og atgeirar

On júní 22, 2011, in Uncategorized, by thingborg
0

Axir og atgeirar

Ný og spennandi peysumynstur sem minna okkur á atburði Njálssögu en nú eru 1000 liðin frá brennunni á Bergþórshvoli.

Margrét Jónsdóttir á þetta fallega mynstur.

 

On maí 5, 2011, in Uncategorized, by thingborg
0

Spunahópurinn hittist að Barkarstöðum í apríl og ákveðið var að flagga handspunanum okkar á Fjör í Flóa dögunum síðustu helgina í maí.

 

Vattarsaumur í Garði

On apríl 19, 2011, in Uncategorized, by thingborg
0

Nýlega var farin kynnisferð í Garð

til Reynis Katrínarsonar og setið í

vinnustofu hans við vattarsaum.

 

Gaukur á Stöng

On apríl 14, 2011, in Uncategorized, by thingborg
0

Félagar úr vefhópi Þingborgar sinna kljásteinavefstað fyrir uppsetningu á Gauk í Stöng í Árnesi.

Vilborg leikstjóri, Guðborg, Sigrún leikari, Guðlaug og Ásthildur.

Hildur tók myndina.

 

Vefsíðan vígð

On febrúar 9, 2011, in Uncategorized, by alda
0

Spunakvöld að Jaðri á Selfossi 9. febrúar.

Nýja vefsíðan formlega opnuð en hún er gerð af Öldu og Völundi.

Spunnið og skálað í tilefni af 20 ára afmæli Þingborgar.

 

Ljósmyndasýning

On janúar 31, 2011, in Uncategorized, by alda
0

Þjóðleg nytjalist – ÞJÓÐARHLIÐIÐ – hönnun og handverk.

Í anddyrinu hefur verið opnuð sýning á ljósmyndum Björns Kristinssonar. Sýningin er opin fram á vor á sama tíma og verslunin.